fimmtudagur, júlí 3

skítasker með skítayfirvöldum

Á morgun, 4. júlí á milli 12:00 og 13:00, verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Skuggasundi. Þar verður þess krafist að Pauli Ramses verði snúið aftur til Íslands og fjallað um mál hans hér. Mætið og látið í ykkur heyra. Og látið þetta ganga.

þriðjudagur, júlí 1

Spánn

Spánn er dásamlegt land. Ég er með alvarlega Spánardellu, ef ég heyri spænsku talaða úti á götu langar mig strax til að blanda mér í umræðurnar. Ég er satt að segja að drepast úr "heimþrá", mig langar svo aftur til Spánar. Síðustu dagar og vikur hafa lítið dregið úr því, nema síður sé. Og þegar maður les svona lofgrein verð ég nánast hugsjúkur. Djöfull held ég að ég sé lélegur íslendingur (á mælikvarða sumra, allavega).