þriðjudagur, júlí 1

Spánn

Spánn er dásamlegt land. Ég er með alvarlega Spánardellu, ef ég heyri spænsku talaða úti á götu langar mig strax til að blanda mér í umræðurnar. Ég er satt að segja að drepast úr "heimþrá", mig langar svo aftur til Spánar. Síðustu dagar og vikur hafa lítið dregið úr því, nema síður sé. Og þegar maður les svona lofgrein verð ég nánast hugsjúkur. Djöfull held ég að ég sé lélegur íslendingur (á mælikvarða sumra, allavega).

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er komin með svona Tékklandsdellu - nema það er verst að ég kann ekkert í tékknesku :(

baun sagði...

uss, skil þig vel. þetta er skítasker sem við búum á.

nema náttúran er fín.