fimmtudagur, ágúst 28

góð er kreppan

Það skrýtna við þessa kreppu er að ég er að drukkna í vinnu og í fyrsta sinn í mörg ár á ég einhvern afgang þegar matur og nauðþurftir hafa verið keyptar. Hins vegar lapti ég dauðann úr skel í góðærinu öllu saman.

sunnudagur, ágúst 17

merlene ottey

Jamaíkamenn og -konur burstuðu alla í 100 metra hlaupum á ólinu leikunum. Sem minnir á það að ólinu leikarnir í ár eru fyrstu leikarnir síðan 1980 sem Merlene Ottey tekur ekki þátt í. Hún reyndi nú samt. Það munaði 0,0028 sekúndum að hún kæmist til Beijing. Ekki slæmt hjá 48 ára gamalli konu.

þriðjudagur, ágúst 12

elsku hildur

Takk kærlega fyrir að sakna mín. Ég er hins vegar önnum kafinn í sumarfríi við að horfa á Buffy the Vampire Slayer og Firefly og almennt njóta þess að vera andlaus og vitlaus. Ég lofa að blogga einhvern tímann aftur, líklega þegar andinn kemur yfir mig. Þangað til geturðu hlustað á Guð tala í gegnum Kris Kristoferson:

Kris Kristoferson - To Beat The Devil