sunnudagur, september 28

Meinarðu Macbeth?

Ég er búinn að lofa sjálfum mér því að fara talsvert meira í leikhús í vetur en undanfarin ár. Eða réttara sagt, að fara ekki bara á áhugaleiksýningar heldur líka kíkja á hvað þessir atvinnumenn þykjast kunna. Og þar sem ég hugsa að skoska leikritið (eða það sem eftir stendur af því eftir að hópur ungra leikara hefur "rannsakað" verkið) verði eitt af því fyrsta sem ég sjái, þá er ekki úr vegi að rifja upp þessa tímalausu snilld:

1 ummæli:

Hulda H sagði...

Það er athyglisvert þegar menn vilja setja sitt mark á klassíkina og bregða út af hinni hefðbundnu leið með períóðubúningum og alles eins og það hafi aldrei nokkur látið sér detta það í hug fyrr. Vonandi eru forsprakkarnir ekki svona illa upplýstir eða lítið fyrir að fara í leikhúshjá öðrum - heldur einungis að reyna að ná athygli væntanlegra áhorfenda. Æjá!