fimmtudagur, október 30

AmmælisplöggHugleikur (leikfélagið, altso) á ammæli um þessar mundir. Heilla 25 ára gamalt. Af því tilefni verður stuttverkadagskrá frumsýnd annað kvöld kl. 8 í Listasafni Reykjavíkur og nefnist hún „Ó, þessi tæri einfaldleiki“ (og endurtekin á laugardags- og sunnudagskvöld). Heilar 1500 krónur inn, sem er spottprís. Ég geri nú, aldrei þessu vant, mest lítið, glamra eitthvað smá og gaula en læt aðra um að leika og leikstýra (ætli það fari ekki líka best á því). En sumsé, allir að mæta sem vilja okkur kæta og af gleði græta. 

laugardagur, október 18

innhverf íhugun

Fyrir nokkrum árum var mikið grínast með það í fréttum að hópur fólks sem ástundaði innhverfa íhugun (gott ef ekki á vegum Maharishi bítlajóga) ætluðu að íhuga saman í hóp og héldu því fram að ef nógu margir íhuga og einbeita sér að friði, komist á friður í heiminum. Viðbrögð seðlabanka og ríkisstjórna heimsins við kreppunni eru í sama dúr: reyna að kaupa eins marga og þau geta til að íhuga og trúa á markaðinn, þá verði allt gott aftur. (Rafaugað útskýrir þetta betur.)

þriðjudagur, október 14

glaðst yfir litlu

Þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu er nú hægt að finna sér eitthvað til að gleðjast yfir:

  1. að Íbúðarlánasjóður var ekki seldur
  2. að Björn B. fékk ekki að stofna her 
  3. að bókasöfnin urðu ekki frjálshyggjunni að bráð, og
  4. að Airwaves er að byrja á morgun

mánudagur, október 13

kjánahrollur

Mér er illa við þjóðernisást. Og enn verr við það þegar einhver gaur gerir sig breiðan í nafni einhverrar þjóðar sem ég tilheyri. Pant ekki vera memm. Best að vinna aðeins á móti þessu með hljómsveit sem heitir því hógværa nafni "America". Soft-rokkið blífur, börnin mín. Þetta er nú svona "best of", bara:

America - A Horse With No Name
America - I Need You
America - Sister Golden Hair

Jæja, farinn að horfa á Carmen.

laugardagur, október 11

vort daglegt brauðMeira soft rokk. Aldrei nóg af því. Og þetta passar nú eiginlega alveg við daginn í dag og undanfarna daga. Ömurlegur dagur, en maður getur þó gargað af gleði. Rétt eins og piltarnir kátu í hljómsveitinni Bread.

Bread - Dismal Day

mánudagur, október 6

tískufyrirmyndinÉg ólst upp á kúabúi en sprangaði þó aldrei um með kúnum íklæddur hormottu og óverolls einum fata. Ég virðist hafa misst af miklu stuði þar. Þessi fallegi piltur heitir Norman Greenbaum. Og samdi alveg dágóð dægurlög. Til dæmis þetta, sem verður að teljast með betri lögum í heimi:

Norman Greenbaum - Spirit in the Sky

sunnudagur, október 5

jöklabréfAlltaf þegar ég heyri orðið "kreppa" sé ég Jökul sundkennara fyrir mér þar sem hann stendur á sundlaugarbakkanum og sýnir okkur með báðum höndum og öðrum fæti hvernig á að synda bringusund: "Beygja...kreppa...sundur...saman"