fimmtudagur, október 30

AmmælisplöggHugleikur (leikfélagið, altso) á ammæli um þessar mundir. Heilla 25 ára gamalt. Af því tilefni verður stuttverkadagskrá frumsýnd annað kvöld kl. 8 í Listasafni Reykjavíkur og nefnist hún „Ó, þessi tæri einfaldleiki“ (og endurtekin á laugardags- og sunnudagskvöld). Heilar 1500 krónur inn, sem er spottprís. Ég geri nú, aldrei þessu vant, mest lítið, glamra eitthvað smá og gaula en læt aðra um að leika og leikstýra (ætli það fari ekki líka best á því). En sumsé, allir að mæta sem vilja okkur kæta og af gleði græta. 

Engin ummæli: