laugardagur, október 18

innhverf íhugun

Fyrir nokkrum árum var mikið grínast með það í fréttum að hópur fólks sem ástundaði innhverfa íhugun (gott ef ekki á vegum Maharishi bítlajóga) ætluðu að íhuga saman í hóp og héldu því fram að ef nógu margir íhuga og einbeita sér að friði, komist á friður í heiminum. Viðbrögð seðlabanka og ríkisstjórna heimsins við kreppunni eru í sama dúr: reyna að kaupa eins marga og þau geta til að íhuga og trúa á markaðinn, þá verði allt gott aftur. (Rafaugað útskýrir þetta betur.)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst menn sem reyna að lýsa frati yfir innhverfa íhugun alltaf dæma sig eilítið sjálfir. Of ef ekki frati þá svona yfirlætisgerningur í svona formi.....afsakið en ég held ég æli bara

Gummi Erlings sagði...

Mmmm... Ég er alls ekki að lýsa frati á innhverfa íhugun. Stunda hana reyndar stundum sjálfur (allt of óreglulega þó). Sé eiginlega ekki hvernig er hægt að túlka þetta sem ég skrifa sem frat á innhverfa íhugun. Eða sem yfirlæti. Eiginlega er yfirlætið allt þín megin:-)

Nafnlaus sagði...

Já, ég sé það núna :) Auðvitað var yfirlætið mín megin. Ég þakka ábendinguna og mun reyna að bæta mig sem einstakling í veröld vors. Gangi þér vel í að meditera