föstudagur, nóvember 28

ay, que hermoso

Þetta er óskaplega harmrænt og fallegt. Hinn heimsfrægi söngvari El Principe Gitano (sígaunaprinsinn) spreytir sig á lagi Presleys, In the Ghetto.Ef þið viljið syngja með þá lítur textinn einhvern veginn svona út:

IN DE GUETO
EL PRINCIPE GITANO

An de sno frai
On te colen grei chicago mun
Beibi beidi cahrlis mornis is
In de gueto

An de hers mama crai
Cos en ninfi uan shinoshidoni
Mordi en di engri monflin
In de gueto

Pipol you on de taim
De chilin jilin bijain
En jil grov you on mondai
Tuquelo que yu an mi
Awichu blain chu si
De wi simpli ten an wen
An grur de don de güey


Wed de vuelten
An de uelguen jei kiliti wu ui reni
Brus prissis tu ruiti wai brus
In de gueto

An de jan gai ben
Sosi star el churruan estruit
Naili chus tu flilij in fanch is
In de gueto

De cual nei en depresio
An de you mal brike a wey
E ji sei cal a stili car
Kil tu ruan strui far
Je mon mama crai

Ar de craun un gan de ruan de strui
You ma feiz da yu in de struiti y fin
In de gueto

An de yon man dai
on de colein grei chicago mun
modeliti beibi charlis she is born
in de gueto

an dos mama crai

fimmtudagur, nóvember 20

ég vild'ég gæti soðið heila önd

Lítið á þessu bloggi að græða, er andlaus og vitlaus en reyni þó mitt besta til að semja útvarpserindi og fyrirlestur, fara yfir ritgerðir og verkefni og semja próf. Feginn verð ég þegar það er búið og get fleygt mér upp í sófa og glápt á vídjó án nokkurrar sektarkenndar. En þessi kona er falleg:laugardagur, nóvember 15

ammæli

Ég held að fátt sé fegurra en einmitt þetta myndband. Og einhvern veginn nær það að fanga stemninguna í ammælinu mínu í gær. Það var bara svona gaman.

fimmtudagur, nóvember 6

Obama

Hvort Obama stendur undir öllum væntingum eða ekki er ómögulegt að segja. En ef það hefur farið framhjá einhverjum hversu magnað það verður að sjá Obama fjölskylduna stíga inn í Hvíta húsið nægir kannski að kíkja á þetta atriði úr þáttaröðinni um John Adams, annan forseta Bandaríkjanna:Did slaves build the White House?

þriðjudagur, nóvember 4

Fjárfestar, blablabla

Jú, ég hef áhyggjur af yfirtöku Jóns Ásgeirs á fjölmiðlum. Og spillingin í kringum það er viðurstyggð, sérstaklega ef Sigurjón landsbankastjóri sá um þetta. Ef ríkisstjórnin vill ekki frysta eigur þessara manna gætu þau þó í það minnsta komið því þannig fyrir að þessir menn megi ekki koma nálægt viðskiptum á Íslandi fyrr en það er búið að rannsaka allt havaríið.

En þessi umræða um fjölmiðla, yfirtöku Jóns Ásgeirs og hina meintu losun Birtíngs frá Baugi sýnir svo ekki verður um villst að við erum ennþá föst í útrásar- og góðæris hugsanavillum. Sumsé það að það sé ekkert hægt að gera hérna á þessu landi nema fokríkir fjárfestar komi að hlutunum. Fjárfestar eru auðvitað til margra hluta nytsamlegir, t.d. þurfa mörg sprotafyrirtæki á fjármagni að halda til að koma rekstrinum af stað, sérstaklega hátæknifyrirtæki. En, kommon, dagblaðarekstur er ekki geimvísindi, eða hvað? Ég væri alveg til í að sjá hóp blaðamanna taka sig til og stofna sjálfstætt dagblað og reka það sem kó-op. Er það út í hött? Nóg er af ágætlega skrifandi blaðamönnum sem virðast alveg nenna að blaðamannast.

Og svo væri ég alveg til í að fá eitt stykki svona í bæinn. Vilja einhverjir vera memm? Reyndar finnst mér að svona rekstrarform mættu alveg verða algengari á Íslandi. Eins og stendur er það bara Kaffi Hljómalind sem er rekið á einhvern svona hátt (eftir því sem ég best veit). Jú, og kannski Sólheimar.