þriðjudagur, nóvember 4

Fjárfestar, blablabla

Jú, ég hef áhyggjur af yfirtöku Jóns Ásgeirs á fjölmiðlum. Og spillingin í kringum það er viðurstyggð, sérstaklega ef Sigurjón landsbankastjóri sá um þetta. Ef ríkisstjórnin vill ekki frysta eigur þessara manna gætu þau þó í það minnsta komið því þannig fyrir að þessir menn megi ekki koma nálægt viðskiptum á Íslandi fyrr en það er búið að rannsaka allt havaríið.

En þessi umræða um fjölmiðla, yfirtöku Jóns Ásgeirs og hina meintu losun Birtíngs frá Baugi sýnir svo ekki verður um villst að við erum ennþá föst í útrásar- og góðæris hugsanavillum. Sumsé það að það sé ekkert hægt að gera hérna á þessu landi nema fokríkir fjárfestar komi að hlutunum. Fjárfestar eru auðvitað til margra hluta nytsamlegir, t.d. þurfa mörg sprotafyrirtæki á fjármagni að halda til að koma rekstrinum af stað, sérstaklega hátæknifyrirtæki. En, kommon, dagblaðarekstur er ekki geimvísindi, eða hvað? Ég væri alveg til í að sjá hóp blaðamanna taka sig til og stofna sjálfstætt dagblað og reka það sem kó-op. Er það út í hött? Nóg er af ágætlega skrifandi blaðamönnum sem virðast alveg nenna að blaðamannast.

Og svo væri ég alveg til í að fá eitt stykki svona í bæinn. Vilja einhverjir vera memm? Reyndar finnst mér að svona rekstrarform mættu alveg verða algengari á Íslandi. Eins og stendur er það bara Kaffi Hljómalind sem er rekið á einhvern svona hátt (eftir því sem ég best veit). Jú, og kannski Sólheimar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að missa alla trú á landanum.

Sigríður Lára sagði...

Ég held það þurfi skýlaust að vera til svona kuffélaxdagblað. Kánt mí inn.
Byrjum við ekki bara á internetinu?
Bara spurning um að segja fréttir sem hvorki koma frá Geiri né Jóni Ásgeiri, heldur bara hinum almenna, pirraða, borgara.

pallvilh sagði...

Góð hugmynd, ég verð með framlag.