fimmtudagur, desember 25

þriðjudagur, desember 23

farðu í rassgat, vinur

Fátt held ég að sé meira í anda jólanna þetta árið en að gefa skít í páfaræksnið. Og ágætt að rifja upp þetta fallega ljóð:

The Pope's Penis

It hangs deep in his robes, a delicate
clapper at the center of a bell.
It moves when he moves, a ghostly fish in a
halo of silver sweaweed, the hair
swaying in the dark and the heat -- and at night
while his eyes sleep, it stands up
in praise of God.

(Sharon Olds)

mánudagur, desember 22

very merry crassmasHvusslags, gleymi alveg aðventulaginu (ef þið hafið ekki áttað ykkur á því þá hef ég sett inn eitthvað jólakyns á hverjum sunnudegi í aðventu. Ekki spyrja mig hvers vegna. Tilgangslausir hlutir eru alltaf bestir. Og ekki það að ég sé í jólaskapi).

En þetta er gúddí gúddness. Pönkhljómsveitin Crass gaf á sínum tíma (1981 minnir mig) út 7 tommu jólaplötu með tveimur jólasyrpum sem samanstóðu aðallega af Crass-lögum spiluðum á skemmtara. Gríðarlega glaðbeitt og hresst allt saman. Á umslaginu sagði m.a.:
"COLD TURKEY ONE. VERY MERRY CRASSMAS. HERE'S AN AMAZING XMAS MEDLEY OF CRASS'S GREATEST HITS. SUPER FUN FOR ALL THE FAMILY. PLUS...SUPER FUN TIME COMPETITION THAT EVERYONE CAN JOIN IN. HERE'S WHAT YOU DO...IT'S EASY. JUST LIST, IN ORDER, THE TITLES OF THE EXCITING CRASS SONGS ON THIS RECORD. THE FIRST THREE CORRECT POSTCARDS TO BE RECEIVED WILL BE SENT THE FOLLOWING GREAT PRIZES...1ST PRIZE... BATHSALTS, 2ND PRIZE...ONE EXPLOITED SINGLE, 3RD PRIZE...TWO EXPLOITED SINGLES. HAVE FUN. SEND ENTRIES TO "CRASSMAS COMPETITION." PO BOX 279. LONDON N22. "
Og af því að ég er svo góður við ykkur og í svo miklu jólaskapi (je, ræt) þá fylgja hér lögin tvö. Svona gerist þegar anarkópönkarar komast í skemmtara. Það er þess virði að hlusta á syrpuna á hlið 2 til enda til að heyra pönslænið.

Crass - Very Merry Crassmass, hlið 1
Crass - Very Merry Crassmass, hlið 2

sunnudagur, desember 14

ættfræði og geni.com

Alltaf þegar pabbi byrjar að þusa um skyldmenni okkar og ættir fell ég í mók. Ég hef bara aldrei getað munað nokkurn skapaðan hlut um skyldleika og ættartengsl og á ættarmótum á ég alltaf í bölvuðum vandræðum með að muna hvernig fólk er skylt mér og hver er undan hverjum. En svo uppgötvaði ég þessa snilldarheimasíðu um daginn, Geni, þar sem maður getur dundað sér við að búa til ættartré. Og nú er ég alveg húkkt og búinn að hanga á Geni og Íslendingabók nokkurn veginn stanslaust undanfarna daga. Og farinn að átta mig betur á því hvernig þetta pakk allt saman er skylt mér.

Fór því að gúgglgramsa og fann þessa bráðskemmtilegu mynd af afa og ömmu í fermingarveislu sonar Jóhannesar úr Kötlum. Afi stendur í dyragættinni og heldur á dóttur Kristmanns Guðmundssonar, Kristmann heldur svo utan um ömmu mína lengst til hægri á myndinni. Gaman að þessu.

jólaskapið

Ég reyni mitt besta til að komast í jólaskap en alltaf eitthvað verið að skemma það fyrir manni. Fyrir utan ðe júsjúal söspekts (ríkisstjórn, seðlabanka og så videre) þá hlýtur leigusalinn minn að hljóta viðurkenningu sem jólaskapshrellir ársins. Mætir til mín tveimur vikum fyrir jól og tilkynnir mér að líklega þurfi ég að yfirgefa íbúðina fljótlega eftir áramót þar sem hann (eða hún. Eða reyndar þau) þurfi að nota hana sjálf því einhverjum útlendingum langi til að kaupa penthásið þeirra. Og núna sé ég engan tilgang í jólahreingerningu (sem vissulega er þörf á) og er almennt ekki í neinu stuði til neins.

Eina ráðið sem ég kann til að komast í eitthvað smá jólaskap er að hlusta á jólalög á finnsku. Almennt finnst mér sú regla gilda, að ef eitthvað er leiðinlegt þá nægir að segja það á finnsku til að það verði skemmtilegt. Og það á alveg hreint ágætlega við um jólalög. Sumsé, vessgú, jólalög á finnsku.

Og hvernig getur lag sem heitir "Marian poikalapsi" verið eitthvað annað en skemmtilegt?

Matti ja Teppo - Marian poikalapsi

laugardagur, desember 13

spænskar kvikmyndir

Ég er alveg skelfilega lélegur í að plögga sjálfan mig eða það sem ég er að gera. Þess vegna á ég sjálfsagt eftir að veltast um einn í mínu horni í tótal obskjúrití það sem eftir er ævinnar, sama hvað ég tek mér fyrir hendur. En, semsagt, ég og nemendur mínir erum í útvarpinu þessar vikurnar. Ég kenndi semsagt í haust námskeiðið Kvikmyndir Spánar við HÍ og fékk þá hugdettu að troða fólkinu í Kviku á laugardagsmorgnum á Rás 1. Minn pistill heyrðist fyrir tveimur vikum, og svo koma þeir einn af öðru, alls átta, ef ég man rétt. Svo er hægt að lesa alla pistlana á Kvika.net. Og hana nú.

mánudagur, desember 8

er hægt að skipta um þjóð?

Mér líður eins og það sé verið að segja mér eitthvað með svona frétt og svona frétt. Ekki síst vegna þess að seinni fréttin er sú mest lesna á Vísi.is í dag.

fimmtudagur, desember 4

Mikel Laboa (1934-2008)Ég ætlaði einhvern tímann fyrir löngu, þegar ég var ennþá að dunda mér við að setja hérna inn spænska tónlist, að skrifa færslu um Mikel Laboa. Þar sem karlinn tók upp á því að deyja um það leyti sem við íslendingar syrgðum fullveldið, fær hann loks þessa færslu til minningar. Það hefði líka verið ósvífni að setja Mikel Laboa undir hatt spænskrar tónlistar.

Mikel Laboa er Megas þeirra Baska. Eða Bob Dylan. Eða Jacques Brel. You get my drift. Það má kalla hann föður baskneskrar þjóðlagatónlistar (í nútímaskilningi þess orðs). Hann fæddist í Pasaia í Gipuzkoa-héraði 1934 og lést 1. desember síðastliðinn í Donostia (San Sebastian), 74 ára að aldri. Hann lærði til læknis og geðlæknis á 6. áratugnum og vann alla tíð bæði sem læknir og tónlistarmaður. Hann heillaðist sérstaklega af suður-amerískum tónlistarmönnum eins og Violetu Parra og leit alltaf á sig sem pólitískt söngvaskáld. Á þessum tíma ríkti einræðisstjórn Franco á Spáni sem var síst vinveitt böskum og baskneskri menningu. Notkun á basknesku var bönnuð opinberlega á þessum tíma og allt reynt til að halda sjálfstæðistilburðum fólks í skefjum. Mikel hafði mikinn áhuga á að viðhalda baskneskri menningu og tungu og stofnaði menningarhópinn Ez dok Amairu ("þrettán er ekki til") og innan þess hóps hóf hann að semja og spila tónlist ásamt Benito Lertxundi, öðrum frægum baskneskum vísnasöngvara, og teljast þeir upphafsmenn þeirrar stefnu sem kallast oft "nueva canción vasca".

Tónlist Mikel Laboa er hefðbundin þjóðlagatónlist með tilraunakenndum blæ, hann syngur ýmist þekktar þjóðvísur eða semur lög við nútímaljóð sem stundum eru samin sérstaklega fyrir hann. Hann gaf út fjölmargar plötur á ferlinum og sú sjötta, Bat-Hiru (einn þrír) sem kom út 1974, var fyrir nokkrum árum valin besta baskneska plata allra tíma í könnun dagblaðsins Diaro Vasco. Hér koma einmitt tvö dæmi af þeirri plötu. Það fyrra er gömul þjóðvísa og það síðara, öllu tilraunakenndara, er samið við ljóð eftir ljóðskáldið Joxean Artze þar sem skáldið túlkar á sinn hátt voðaverkin í Gernika 1937 og málverk Picasso sem fjallar um sama atburð. Bæði lögin eru eftir Mikel Laboa.

Mikel Laboa - Haika Mutil
Mikel Laboa - Gernika

Frægasta lag Laboa er þó Txoria Txori, sem er einnig að finna á Bat-Hiru. Txoria Txori er hluti af ljóði eftir áðurnefndan Joxean Artze. Ljóðið lýsir á myndrænan hátt tilfinningum baska til lands síns og þrá þeirra eftir frelsi og lítur fyrsta erindið (sem Laboa notar í lagi sínu) svona út.

Mikel Laboa - Txoria Txori

Hegoak ebaki banizkio
nerea izango zen,
ez zuen aldegingo.
Bainan, honela
ez zen gehiago txoria izango
eta nik...
txoria nuen maite

Ef ég klippti af honum vængina
væri hann minn
og flygi aldrei burt.
En þá væri hann ekki lengur fugl
og það var fuglinn sem ég unni.


Og hér má heyra skáldið sjálft flytja ljóðið, ásamt fleiri ljóðum:Lagið varð fljótlega eins konar einkennislag baskneskra sjálfstæðissinna og þykir lýsa ágætlega samskiptum baska við herraþjóðina, spánverja (þar sem fuglinn er tákn Baskalands sem Spánn reynir að klippa vængina af) og hvert mannsbarn í Baskalandi ku víst kunna lagið. Til að gefa einhverja hugmynd um hversu mikilvægt lagið er böskum eru hérna tvö dæmi. Það fyrra er tekið upp á ónefndri knæpu í ónefndum bæ í Baskalandi, og það seinna er frá því þegar Joan Baez flutti lagið á tónleikum í Bilbao:mánudagur, desember 1

ísland er land, þar býr fólk

Ég veit ekki með aðra, en ég fer bráðum að fá upp í kok á þessu þjóðernisbulli sem allir virðast reyna að nota sem þriðja kryddið, bæði stjórnvöld og mótmælendur. Ísland er land, þar býr fólk. Er það ekki nóg? Þarf endilega að troða inn lýsingarorðum eins og "stolt", "hugrökk", "fornfræg", "falleg" og þar fram eftir götunum? Reyndar bendir margt til þess að hér búi aðallega andlausir aumingjar, en þeir eiga nú líka sinn rétt, greyin.