sunnudagur, desember 14

jólaskapið

Ég reyni mitt besta til að komast í jólaskap en alltaf eitthvað verið að skemma það fyrir manni. Fyrir utan ðe júsjúal söspekts (ríkisstjórn, seðlabanka og så videre) þá hlýtur leigusalinn minn að hljóta viðurkenningu sem jólaskapshrellir ársins. Mætir til mín tveimur vikum fyrir jól og tilkynnir mér að líklega þurfi ég að yfirgefa íbúðina fljótlega eftir áramót þar sem hann (eða hún. Eða reyndar þau) þurfi að nota hana sjálf því einhverjum útlendingum langi til að kaupa penthásið þeirra. Og núna sé ég engan tilgang í jólahreingerningu (sem vissulega er þörf á) og er almennt ekki í neinu stuði til neins.

Eina ráðið sem ég kann til að komast í eitthvað smá jólaskap er að hlusta á jólalög á finnsku. Almennt finnst mér sú regla gilda, að ef eitthvað er leiðinlegt þá nægir að segja það á finnsku til að það verði skemmtilegt. Og það á alveg hreint ágætlega við um jólalög. Sumsé, vessgú, jólalög á finnsku.

Og hvernig getur lag sem heitir "Marian poikalapsi" verið eitthvað annað en skemmtilegt?

Matti ja Teppo - Marian poikalapsi

3 ummæli:

Grímsi sagði...

tyttö on ainakin kaunis!

hildigunnur sagði...

oohh, bögg með íbúðina :@ Vonandi finnurðu eitthvað gott.

hronnsa sagði...

hvada prumpufylustaelar eru thetta i thessum prumpufyluleigusala... knus!