mánudagur, desember 1

ísland er land, þar býr fólk

Ég veit ekki með aðra, en ég fer bráðum að fá upp í kok á þessu þjóðernisbulli sem allir virðast reyna að nota sem þriðja kryddið, bæði stjórnvöld og mótmælendur. Ísland er land, þar býr fólk. Er það ekki nóg? Þarf endilega að troða inn lýsingarorðum eins og "stolt", "hugrökk", "fornfræg", "falleg" og þar fram eftir götunum? Reyndar bendir margt til þess að hér búi aðallega andlausir aumingjar, en þeir eiga nú líka sinn rétt, greyin.

4 ummæli:

eyja sagði...

Mæltu manna heilastur, Guðmundur.

parisardaman sagði...

Jámm, við ræddum þetta svolítið í dag, heitir Íslendingar í París. Við spyrjum okkur t.d. hvers vegna okkur er alltaf sagt að það að vera frá Íslandi sé svo frábært en það er einmitt okkar reynsla. Þegar ég, í einhverju fýlukasti reyndi stundum að malda í móinn og segja að Ísland væri nú ekkert ALfrábært, fékk ég hálfgerðar skammir fyrir. Ísland er svooo frábært, vitiðiða ekki? Í ræðu hér á laugardaginn var m.a.s. slegið fram: Íslendingar eru heiðarlegir! Við erum heiðarleg og frábær. Alsírbúar stela, Senegalar ljúga. Efastu? Hví? Ertu kannski líka anarkisti eða (og það er verra) sósíalisti?

Sigga Lára sagði...

Amm. Í krísum fælumst við í öfgarnar. Ég finn fyrir því að menn virðast vera að fjúka svolítið í þjóðernisbullið. Það gerir EB-umræðan, að hluta. (Og 1. des.) Svo kemur atvinnuleysið, útlendingafordómarnir og rasisminn.

En finn mig fjúka í hina áttina, svo sem ég á bakgrunn til, alin upp í Alþýðubandalaginu.
Því internassjónaaaalinn mun tengja strönd við strönd!
Tsja-tsja-tsja

parisardaman sagði...

Það er ekki nógu skýrt frá mér að það eru útlendingarnir sem eru alltaf að dásama það að við séum Íslendingar. Oh, svo frábært að hitta loksins Íslending. Hvaðan kemur það?
Ég hef aldrei hætt að vera kommi, nema stundum þegar ég er sósíalisti eða anarkisti. Djöfull væri ég til í að kjósa gamla góða Alþýðubandalagið aftur, eins og það var.