laugardagur, desember 13

spænskar kvikmyndir

Ég er alveg skelfilega lélegur í að plögga sjálfan mig eða það sem ég er að gera. Þess vegna á ég sjálfsagt eftir að veltast um einn í mínu horni í tótal obskjúrití það sem eftir er ævinnar, sama hvað ég tek mér fyrir hendur. En, semsagt, ég og nemendur mínir erum í útvarpinu þessar vikurnar. Ég kenndi semsagt í haust námskeiðið Kvikmyndir Spánar við HÍ og fékk þá hugdettu að troða fólkinu í Kviku á laugardagsmorgnum á Rás 1. Minn pistill heyrðist fyrir tveimur vikum, og svo koma þeir einn af öðru, alls átta, ef ég man rétt. Svo er hægt að lesa alla pistlana á Kvika.net. Og hana nú.

1 ummæli:

Harpa J sagði...

Já - ég heyrði einn í morgun! Hann var sallafínn!