mánudagur, desember 22

very merry crassmasHvusslags, gleymi alveg aðventulaginu (ef þið hafið ekki áttað ykkur á því þá hef ég sett inn eitthvað jólakyns á hverjum sunnudegi í aðventu. Ekki spyrja mig hvers vegna. Tilgangslausir hlutir eru alltaf bestir. Og ekki það að ég sé í jólaskapi).

En þetta er gúddí gúddness. Pönkhljómsveitin Crass gaf á sínum tíma (1981 minnir mig) út 7 tommu jólaplötu með tveimur jólasyrpum sem samanstóðu aðallega af Crass-lögum spiluðum á skemmtara. Gríðarlega glaðbeitt og hresst allt saman. Á umslaginu sagði m.a.:
"COLD TURKEY ONE. VERY MERRY CRASSMAS. HERE'S AN AMAZING XMAS MEDLEY OF CRASS'S GREATEST HITS. SUPER FUN FOR ALL THE FAMILY. PLUS...SUPER FUN TIME COMPETITION THAT EVERYONE CAN JOIN IN. HERE'S WHAT YOU DO...IT'S EASY. JUST LIST, IN ORDER, THE TITLES OF THE EXCITING CRASS SONGS ON THIS RECORD. THE FIRST THREE CORRECT POSTCARDS TO BE RECEIVED WILL BE SENT THE FOLLOWING GREAT PRIZES...1ST PRIZE... BATHSALTS, 2ND PRIZE...ONE EXPLOITED SINGLE, 3RD PRIZE...TWO EXPLOITED SINGLES. HAVE FUN. SEND ENTRIES TO "CRASSMAS COMPETITION." PO BOX 279. LONDON N22. "
Og af því að ég er svo góður við ykkur og í svo miklu jólaskapi (je, ræt) þá fylgja hér lögin tvö. Svona gerist þegar anarkópönkarar komast í skemmtara. Það er þess virði að hlusta á syrpuna á hlið 2 til enda til að heyra pönslænið.

Crass - Very Merry Crassmass, hlið 1
Crass - Very Merry Crassmass, hlið 2

Engin ummæli: