fimmtudagur, janúar 29

stjörnuspáÉg viðurkenni einn veikleika. Ég er veikur fyrir stjörnuspám. Ég held ég trúi ekkert sérstaklega á þær, enda ég skynsamur maður og þær vísindalega óhugsandi og yadda yadda yadda. Það er samt eitthvað skemmtilegt við þær. Að því sögðu kemur að máli dagsins. Í einhverju fikti fyrir jól lenti ég á síðunni Astro.com. Þar er hægt að fá einhverja framtíðarspá fyrir núllkall og ég ákvað að láta undan þeirri freistingu. Spáin í heild sinni var bara ágætlega uppörvandi, sem er síst verra, enda gerir maður þær einu kröfur til spákalla og -kvenna að þau lofi manni stuði í framtíðinni. En í spánni leyndist samt þessi kafli hér. Þegar ég las þetta aftur um daginn (líklega nýkominn heim með sigg á fingrum eftir mótmæli með pottaglamri) var ekki laust við að mér fyndist nokkuð til spádómsgáfu þeirra koma. Tilviljun? Örugglega, en óneitanlega skemmtileg tilviljun.
Pluto square Uranus: An agent for change

Mid January 2009 until mid November 2010: This influence signifies a period of change and even upheaval in your life. But the changes will probably originate, not within your personal sphere, but in larger pressures from society as a whole. Under this influence many individuals feel that little happens in their personal lives but that the changes in the world around them are phenomenal.

The major challenge you will have to face during this period is learning to adapt to changes in the world around you. Rigidity will only make the situation worse, because it is unlikely that you can successfully resist the pressures for change. In fact, in certain circumstances, you yourself may become an agent for change. If you feel that circumstances have limited you severely, you will probably be attracted to persons and movements that set themselves up as agents of a new order. This may be on a grand political and social scale, or it may be on the much smaller scale of an individual who comes into your life and shows you how to change. Actually, this can be quite a liberating influence, because you are inclined to look toward the future for your strength rather than to the past, so you will probably be able to flow with the changes.

One problem to watch out for is the possibility that you may throw out everything, not just that which needs change. This influence tends to make you overdo revolution, meaning not just social revolution but fundamental changes in your own life that are somewhat unexpected in terms of your past. Try to distinguish what elements of the past have been good and what have not - do not arbitrarily destroy both.

A second warning is that this influence is fanatical in nature and not heedful of human feelings and emotions. Do not lose track of feelings in making or experiencing sweeping changes. And because this influence speaks in large social terms, do not lose track of the quality of individuals now. Larger social forces may be behind everything you do or that happens to you, but ultimately those forces are composed of individuals whom you have to deal with as such, not as representatives of some abstraction.

þriðjudagur, janúar 27

villta vinstrið

Jæja, vinstristjórn. Ekki veit það á gott. Áður en maður veit af verður efnahagskerfið hrunið, óðaverðbólga og ofurvextir og meira atvinnuleysi en sést hefur í háa herrans tíð. Ég get sagt ykkur að þetta endar með óeirðum á götum úti!

Hei, bíddu...

mánudagur, janúar 26

bölvaðar skræfur

„Allir Norðlendingar ok Sunnlendingar váru skírðir í Reykjalaugu í Laugardal, er þeir riðu af þingi, því þeir vildu eigi fara í kalt vatn.“
(úr Kristni sögu)

Leoncie

Þegar Leoncie ofbauð og yfirgaf Ísland byrjaði allt að fara til fjandans.

laugardagur, janúar 17

To be modern is to find ourselves in an environment that promises us adventure, power, joy, growth, transformation of ourselves and the world--and at the same time that threatens to destroy everything we have, everything we know, everything we are.

--Marshall Berman, All That is Solid Melts Into Air

þriðjudagur, janúar 13

Robert Wade og Crash Course

Mér sýnist að merkilegasta framlag mitt til byltingarinnar hingað til sé að hafa snarað ræðu Roberts Wade yfir á ástkæra ylhýra. Wade er skemmtilegur kall, kíminn séntilmaður sem laumar út úr sér lúmskum háðsyrðum eins og séntilmanna er siður. Lesið ræðuna alla, hún er þess virði.

Svo mæli ég eindregið með "Crash Course" Chris Martensens. Það sem hann segir rímar ágætlega við orð Wades (þetta er langt, en þess virði).

þriðjudagur, janúar 6

OPINN BORGARAFUNDUR #7

Í Iðnó, fimmtudaginn 8. janúar kl 20-22.


Fundarefni: Mótmæli (ólík viðhorf, ólíkar aðferðir, sömu markmið?), aðferðafræði mótmæla og borgaraleg óhlýðni.

Frummælendur

  • Hörður Torfason – Raddir fólksins
  • Eva Hauksdóttir – Aðgerðasinni
  • NN anarkisti
  • Stefán Eiríksson – Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins

Auk þeirra munu Katrín Oddsdóttir, laganemi og talsmaður Neyðarstjórnar Kvenna, Sigurlaug Ragnarsdóttir fyrir hönd Nýrra tíma og Þórhallur Heimisson, prestur, taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fleirum og svara spurningum viðstaddra.

Þá hefur Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra sérstaklega verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.

Hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Hvetjum ennfremur alla fjölmiðlamenn og konur til að mæta og taka þátt.

Fyrirkomulag

Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Við hvetjum fundargesti til þess að mæta tímanlega vegna takmarkaðs húsrýmis.

Sýnum borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn. Spyrjum, hlustum og fræðumst.
Vinsamlegast áframsendið póstinn.

f.h. undirbúningsnefndar
Guðný Þorsteinsdóttir