þriðjudagur, janúar 13

Robert Wade og Crash Course

Mér sýnist að merkilegasta framlag mitt til byltingarinnar hingað til sé að hafa snarað ræðu Roberts Wade yfir á ástkæra ylhýra. Wade er skemmtilegur kall, kíminn séntilmaður sem laumar út úr sér lúmskum háðsyrðum eins og séntilmanna er siður. Lesið ræðuna alla, hún er þess virði.

Svo mæli ég eindregið með "Crash Course" Chris Martensens. Það sem hann segir rímar ágætlega við orð Wades (þetta er langt, en þess virði).

6 ummæli:

hildigunnur sagði...

Flott þýðing!

Siggi P sagði...

Sammála, vel af sér vikið. Fyndið fannst mér að hún skyldi vera notuð orðrétt í Kastljósinu í gær.

Gummi Erlings sagði...

Hehe, sá það ekki. En Rúv fékk leyfi til að nota þýðinguna, þannig að það er alveg í góðu.

baun sagði...

duglegur strákur. já þú.

parisardaman sagði...

Mjög fínt hjá þér. Er nokkur leið að nálgast upprunalegu útgáfuna á netinu fyrir útlenskan vin sem langar að lesa?

Gummi Erlings sagði...

Ég get sent þér eintak. Sendu mér póst á morgun svo ég muni eftir því.