fimmtudagur, febrúar 12

ábyrgð eða sök

"Geir sagði að það væri hlutverk sérstaks saksóknara að finna út hvar ábyrgðin liggur."

Merkileg þessi árátta að rugla viljandi saman merkingu orðanna "sök" og "ábyrgð". Hlutverk saksóknarans er að finna út hvar sökin liggur, ábyrgðin er svolítið annar hlutur. Að fjölmiðlafólk skuli ekki átta sig á þessu og stilla pólitíkusum eins og Geir upp við vegg er óskiljanlegt.

(biðst afsökunar á þessum pósti. skal aldrei aftur tala um pólitík, kreppuna eða bara almennt moggabloggast meir. stóðst það bara ekki núna).

4 ummæli:

HT sagði...

Iss, láttu bara vaða!
Það þurfa allir einhverntíma á klósettið.

baun sagði...

(doldið ruddalega orðað hjá Herði Torfa en ábyggilega vel meint)

Gummi Erlings sagði...

Er það ekki bara sjósundið sem herðir hann hörð? Maður verður svo mikill karl í krapi :)

baun sagði...

ojú, ætli það ekki. bringuhárvöxtur stóreflist við sjósundið. þess vegna fer ég aldrei með.