sunnudagur, febrúar 8

klifur

Eitt af því sem ég ákvað að taka til bragðs þetta árið var að finna mér einhverja hreyfingu. Af því ég er letihaugur og veit ekkert betra en að liggja upp í sófa og lesa bók eða horfa á bíó, sem er ekki beint hollt til lengdar. Nýja hreyfingin varð að sameina það að vera skemmtileg og þeirrar gerðar að sonur minn 12 ára gæti stundað hana með mér (hann fékk letihaugagenið í arf frá mér). Hann hatar allt sem heitir hóp- eða keppnisíþróttir og mér leiðist hefðbundin líkamsrækt. Lausnin var auðvitað klifur. Við erum því komnir með þriggja mánaða kort í Klifurhúsinu og mætum þar tvisvar í viku og prílum upp veggi. Þetta er ógeðslega skemmtilegt, en kannski ekkert sérstaklega auðvelt að vélrita daginn eftir æfingu. Ég hlussast ennþá upp auðveldustu leiðirnar en þetta fer samt skánandi. Held ég verði samt aldrei svona góður:

1 ummæli:

Lissy sagði...

The view from up there is really spectacular, I know that first hand.