miðvikudagur, febrúar 18

Land og fólk

Landið má viljugt þola vetur;
fólk klæðir af sér frost
en á hvergi skjól fyrir skrumi.

Þegar dagur rís í austri
hlæja hlíð og skriða
ljósið bræðir þela úr lýngmó og skóf
og fólk hristir af sér hrím blekkínganna.

Þó býr landið yfir leyndum harmi
og einstaka maður við örkuml.

(Þorsteinn frá Hamri)


1 ummæli:

baun sagði...

unaðslega gott ljóð og velviðeigandi.