mánudagur, mars 30

sirkassíska

Svona vegna þess að það barst í tal í kvöld:

Sirkassíska er tungumál (eða hópur mála) sem talað er í Kákasus-fjöllum. Það er að grunni til ergatíft tungumál, eins og títt er um mál í Kákasus. Georgíska og téténska eru líka ergatíf. Og reyndar baskneska líka. Fræðimenn hafa reyndar gert því í skóna að þetta bendi til þess að ergatíf tungumál hafi verið normið í gömlu Evrópu fyrir daga indóevrópsku innrásarinnar. Hlutfall þolfallstungumála (eins og íslensku) er nefnilega óvenju hátt í Evrópu og helgast af því að Indóevrópskir þjóðflokkar flæddu yfir heimsálfuna og drekktu þeim málum sem fyrir voru. Baskneska og Kákasusmálin eru því leyfar frá fyrri tíma, að talið er.

Ergatíf mál og þolfallsmál eru í raun andstæður hvað formgerð varðar. Í þolfallsmálum, eins og íslensku, er þolandinn í setningu með áhrifssögn (sögn sem felur í sér aðgerð og kallar á andlag) sértækt fall en frumlagið er eins, hvort sem sögnin er áhrifssögn (frumlagið er gerandi) eða áhrifslaus, en í ergatífum málum er gerandinn með áhrifssögn sértækt fall en áhrifslaus gerandi og þolandi eru með sama fall (ég er búinn að gleyma allri málfræði og nota ekkert endilega rétt hugtök, ef ske kynni að þið séuð mjög endaþerminn á málvísindasviðinu). Dæmi úr íslensku um þolfallsmál:

Hundurinn gelti
(áhrifslaus sögn, ekkert andlag)
Maðurinn barði hundinn
(áhrifssögn, þolandinn (hundurinn) tekur á sig sértækt fall)

Dæmi um ergatíft mál (baskneska):
Gizona hil da
("maðurinn dó", áhrifslaus sögn ("hil da"))
Gizonak txakurra hil du
("maðurinn drap hundinn", áhrifssögn ("hil du"), gerandinn (frumlagið) tekur á sig sértækt, ergatíft fall)

En hvað um það. Það sem er merkilegt við Sirkassísk mál er hljóðkerfið, sem þykir með þeim flóknari sem til eru. Hér er t.d. ágæt lýsing. Og hérna er hljóðdæmi. Ég hef ekki hugmynd út á hvað það gengur en sjálfsagt er þetta mjög merkilegt.(Annað dæmi, mjög dramatískt)

laugardagur, mars 14

Jon Stewart vs. CNBC

Það er þess virði að plægja í gegnum öll myndskeiðin hér fyrir neðan. Jon Stewart, stjórnandi The Daily Show á Comedy Central hefur orð á sér fyrir að vera einn klárasti og gagnrýnasti þáttastjórnandi í bandarísku sjónvarpi. Og hann stjórnar grínþætti. Þessi syrpa er gott dæmi um þetta.

Fyrir rúmri viku gerði Stewart stólpagrín að sjónvarpsstöðinni CNBC og viðskiptaumfjöllun þeirra og gaf nokkur sýnishorn sem bentu til þess að CNBC hefðu hagað sér eins og klappstýrur bankastjóranna og viðskiptamógúlanna (sounds familiar?). Sérstaklega fengu tveir þáttastjórnendur á baukinn, Steve Santelli og Jim Cramer:Cramer var ekki sáttur og fékk að bauna til baka í þætti hjá Joe Scarborough:Stewart svaraði um hæl:Cramer birtist á Today Show og fékk að segja aðeins meira (takið eftir svipnum á honum þegar hann heldur að Stewart ætli að biðjast afsökunar):Stewart varð auðvitað að eiga síðasta orðið:Jim Cramer hætti sér að lokum í þáttinn hjá John Stewart og var bókstaflega slátrað. Maður vorkennir manninum eiginlega að þurfa að ganga í gegnum þetta, en að þessu sinni sleppir Stewart öllu gríni og baunar á hann þar til ekkert stendur eftir. En hér er viðtalið, óklippt og óskorið. Það er fyllilega þess virði að horfa á það allt og fá masterclass í viðtalstækni:

1. hluti:


2. hluti:


3. hluti:

þriðjudagur, mars 3

nöldurblogg

Enron myndin var mjög góð og alveg rosalega tímabær og allt það, en svakalega var hún illa þýdd.