laugardagur, mars 14

Jon Stewart vs. CNBC

Það er þess virði að plægja í gegnum öll myndskeiðin hér fyrir neðan. Jon Stewart, stjórnandi The Daily Show á Comedy Central hefur orð á sér fyrir að vera einn klárasti og gagnrýnasti þáttastjórnandi í bandarísku sjónvarpi. Og hann stjórnar grínþætti. Þessi syrpa er gott dæmi um þetta.

Fyrir rúmri viku gerði Stewart stólpagrín að sjónvarpsstöðinni CNBC og viðskiptaumfjöllun þeirra og gaf nokkur sýnishorn sem bentu til þess að CNBC hefðu hagað sér eins og klappstýrur bankastjóranna og viðskiptamógúlanna (sounds familiar?). Sérstaklega fengu tveir þáttastjórnendur á baukinn, Steve Santelli og Jim Cramer:Cramer var ekki sáttur og fékk að bauna til baka í þætti hjá Joe Scarborough:Stewart svaraði um hæl:Cramer birtist á Today Show og fékk að segja aðeins meira (takið eftir svipnum á honum þegar hann heldur að Stewart ætli að biðjast afsökunar):Stewart varð auðvitað að eiga síðasta orðið:Jim Cramer hætti sér að lokum í þáttinn hjá John Stewart og var bókstaflega slátrað. Maður vorkennir manninum eiginlega að þurfa að ganga í gegnum þetta, en að þessu sinni sleppir Stewart öllu gríni og baunar á hann þar til ekkert stendur eftir. En hér er viðtalið, óklippt og óskorið. Það er fyllilega þess virði að horfa á það allt og fá masterclass í viðtalstækni:

1. hluti:


2. hluti:


3. hluti:

3 ummæli:

Dori Sig sagði...

Stórkostlegir þættir -- Tók mér það bessaleyfi að setja þessa þætti á blogspottið mitt, vona að það sé í lagi ----
Mun setja tengil á þitt blogg

Gummi Erlings sagði...

Neinei, ekki málið, enda á ég ekkert í þessum myndböndum:)

parisardaman sagði...

Brilljant.