mánudagur, mars 30

sirkassíska

Svona vegna þess að það barst í tal í kvöld:

Sirkassíska er tungumál (eða hópur mála) sem talað er í Kákasus-fjöllum. Það er að grunni til ergatíft tungumál, eins og títt er um mál í Kákasus. Georgíska og téténska eru líka ergatíf. Og reyndar baskneska líka. Fræðimenn hafa reyndar gert því í skóna að þetta bendi til þess að ergatíf tungumál hafi verið normið í gömlu Evrópu fyrir daga indóevrópsku innrásarinnar. Hlutfall þolfallstungumála (eins og íslensku) er nefnilega óvenju hátt í Evrópu og helgast af því að Indóevrópskir þjóðflokkar flæddu yfir heimsálfuna og drekktu þeim málum sem fyrir voru. Baskneska og Kákasusmálin eru því leyfar frá fyrri tíma, að talið er.

Ergatíf mál og þolfallsmál eru í raun andstæður hvað formgerð varðar. Í þolfallsmálum, eins og íslensku, er þolandinn í setningu með áhrifssögn (sögn sem felur í sér aðgerð og kallar á andlag) sértækt fall en frumlagið er eins, hvort sem sögnin er áhrifssögn (frumlagið er gerandi) eða áhrifslaus, en í ergatífum málum er gerandinn með áhrifssögn sértækt fall en áhrifslaus gerandi og þolandi eru með sama fall (ég er búinn að gleyma allri málfræði og nota ekkert endilega rétt hugtök, ef ske kynni að þið séuð mjög endaþerminn á málvísindasviðinu). Dæmi úr íslensku um þolfallsmál:

Hundurinn gelti
(áhrifslaus sögn, ekkert andlag)
Maðurinn barði hundinn
(áhrifssögn, þolandinn (hundurinn) tekur á sig sértækt fall)

Dæmi um ergatíft mál (baskneska):
Gizona hil da
("maðurinn dó", áhrifslaus sögn ("hil da"))
Gizonak txakurra hil du
("maðurinn drap hundinn", áhrifssögn ("hil du"), gerandinn (frumlagið) tekur á sig sértækt, ergatíft fall)

En hvað um það. Það sem er merkilegt við Sirkassísk mál er hljóðkerfið, sem þykir með þeim flóknari sem til eru. Hér er t.d. ágæt lýsing. Og hérna er hljóðdæmi. Ég hef ekki hugmynd út á hvað það gengur en sjálfsagt er þetta mjög merkilegt.(Annað dæmi, mjög dramatískt)

4 ummæli:

parisardaman sagði...

Ég get ekki hlustað núna, er á bókasafninu. En takk fyrir samt. Reyndar mundi ég í gærkvöldi að við vorum búin að ræða disk...?

Gummi Erlings sagði...

Ó sjitt, það er rétt. Hvenær get ég komið honum á þig?

parisardaman sagði...

ég sendi þér leiðbeiningar í gegnum facebook, með leynilegum upplýsingum.

baun sagði...

afar fróðlegt. takk:)