mánudagur, ágúst 3

sjálfsflekkunarfreistingin

„Sumir drengir, eins og þeir sem byrja að reykja, halda, að það sé mjög fínt og karlmannlegt að segja eða hlusta á óþverrasögur, en það sýnir einungis, að þeir eru hálfgerð flón.

En slíkt tal, lestur klúrra bóka og dónalegar myndir verða þess oft valdandi, að andvaralaus drengur fellur fyrir sjálfsflekkunarfreistingunni. En slíkt getur verið mjög hættulegt fyrir hann, því að hún veiklar hann bæði andlega og líkamlega, ef hún kemst upp í vana.

En ef nokkur karlmennskubragur er í þér, bíðurðu freistingunni byrginn þegar í stað. Þú hættir að líta í klúru bækurnar og hlusta á sögurnar, en festir hugann við eitthvað annað.

Oft stafar þessi fýsn af slæmri meltingu eða of mikilli og góðri fæðu, hægðateppu eða hún orsakast af því, að sofið er í of heitu rúmi með of mörgum ábreiðum. Það er þá hægt að lækna þetta með breyttum rúmbúnaði, köldu baði, sem tekið er tafarlaust, eða með leikfimisæfingum, armæfingum ýmiss konar, hnefaleik, o.s.fr.

Það kann að reynast erfitt að standast freistinguna í fyrsta skipti, en er þér hefur tekizt það einu sinni, gengur það betur eftirleiðis.

Ef þú verður æ ofan í æ fyrir óþægindum af þessum sökum, skaltu ekki leyna því, heldur fara til föður þíns eða skátaforingjans og ræða málið, og verður þá öllu kippt í lag.“

Baden Powell, Skátahreyfingin.

4 ummæli:

ÁJ sagði...

Mig minnir að í einhverri ensku útgáfunni sé líka varað við „the nocturnal emission of bodily fluids“.

Lissy sagði...

Well, it would be horribly inconvenient during the day.

spritti sagði...

Tala við prestinn

Gummi Erlings sagði...

Já, hann er eflaust góður í að kippa í liðinn líka.