miðvikudagur, janúar 4

Godzilla í Mexíkó

Bolaño með föður sínum


Hlustaðu vel, sonur minn: sprengjunum rigndi
yfir Mexíkóborg
en enginn tók eftir því.
Vindurinn bar eitrið
um göturnar og inn um opna glugga.
Þú varst nýbúinn að borða og horfðir
á teiknimyndir í sjónvarpinu.
Ég var að lesa í næsta herbergi
þegar ég vissi að við myndum deyja.
Þrátt fyrir svima og velgju náði ég að skríða
inn í eldhús og fann þig á gólfinu.
Við föðmuðumst. Þú spurðir mig hvað væri að gerast
og ég sagði þér ekki að við værum á dagskrá dauðans,
heldur að við værum að hefja ferð,
eina enn, saman, og að þú þyrftir ekki að hræðast.
Þegar hann fór lokaði dauðinn ekki
einu sinni augum okkar.
Hvað erum við? spurðir þú mig viku eða ári síðar,
maurar, býflugur, rangar tölur
í stórum rotnandi tilviljanagraut?
Við erum manneskjur, sonur minn, nánast fuglar,
almenningshetjur og leyndar hetjur.


GODZILLA EN MÉXICO

Atiende esto, hijo mío: las bombas caían
sobre la ciudad de México
pero nadie se daba cuenta.
El aire llevó el veneno a través
de las calles y las ventanas abiertas.
Tú acababas de comer y veías en la tele
los dibujos animados.
Yo leía en la habitación de al lado
cuando supe que íbamos a morir.
Pese al mareo y las náuseas me arrastré
hasta el comedor y te encontré en el suelo.
Nos abrazamos. Me preguntaste qué pasaba
y yo no dije que estábamos en el programa de la muerte
sino que íbamos a iniciar un viaje,
uno más, juntos, y que no tuvieras miedo.
Al marcharse, la muerte ni siquiera
nos cerró los ojos.
¿Qué somos?, me preguntaste una semana o un año después,
¿hormigas, abejas, cifras equivocadas
en la gran sopa podrida del azar?
Somos seres humanos, hijo mío, casi pájaros,
Héroes públicos y secretos.

(Ricardo Bolaño)